ÁHEF1PE05 - Áhalda- og efnisfræði fyrir sótthreinsitækna

Undanfari : HBFR1HH05 og SÝKL2SS05
Í boði : Haustönn 2025
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um þrif, sótthreinsun og samsetningu á verkfærum og tækjum, mismunandi aðferðir við pökkun, þurrkun, umhirðu og samsetningu á margnota verkfærum og tækjum. Lögð er áhersla á verkferla, öryggi, nákvæmni, gæðastaðla og rekjanleika. Sýnt er fram á hvernig sýkingavarnir og forvarnir tengjast meðferð skurðlækningaáhalda.

Kennslugögn: Central Service Technical Manual - er aðal kennslubókin og hana má finna hér og hala niður:

https://www.scribd.com/document/643991717/8TH-EDITION-OF-IAHCSMM-pdf

aðrir vefir sem notast er við eru hér:

https://www.cdc.gov/infectioncontrol/guidelines/disinfection/

https://wfhss.com/

www.a.k.i.org

Námsmat: verkefni, gagnvirk próf 30%, lokapróf 70% sem þarf að ljúka með lágmarki 5 í einkunn.