ALME1LH05 - Almenn lyfjafræði

Í boði : Haustönn 2026
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er farið í notkun á sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá, ásamt handbókum sem tengjast lyfjamálum, s.s. Ph.Eur, Merck, Martindale og DLS. Kynntar eru gæðahandbækur lyfjafyrirtækja og gæðastaðlar. Fjallað er um hugtakið lyfjafræðilega umsjá og helstu starfsemi apóteka og sjúkrahúsapóteka.

Kennslugögn: Almenn lyfjafræði (ALME1LH05), 8.útg. 2024, eftir Guðrúnu Kjartansdóttur.

Námsmat: Áfanginn er símatsáfangi og í honum er ekkert lokapróf.

Lögð eru fyrir nemendur sex gagnapróf í Moodle (60%) og þeir þurfa að skila 4 skilaverkefnum (40%).

Krafist er 100% mætingarskyldu í staðbundna lotu (1 dagur).