DAUH2SÖ05 - Dauðhreinsun, aðferðir, skilgreiningar og öryggi

Undanfari : SÓTS1HÞ05
Í boði : Vorönn 2025
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um mismunandi dauðhreinsunaraðferðir, almenn skilyrði, reglur, skilgreiningar og próf er varða eftirlit. Farið er yfir undirbúning, hleðslu og losun úr dauðhreinsunartækjum. Ásamt áherslu á þekkingu, skilning og túlkun á öryggismælum. Einnig er fjallað um alþjóðlega staðla, gæði, öryggi, rekjanleika og förgun.