DRUG3DR03 - Drughunters – leit að lækningu

Undanfari : RAUN1LE05
Í boði : Vor
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Áfanginn er frábær undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á heilbrigðisvísindum. Í áfanganum vinna nemendur í tveggja til þriggja manna hópum. Hóparnir velja sér einhvern heilasjúkdóm að eigin vali og leita upplýsinga um hann með því m.a. að lesa rannsóknarniðurstöður. Nemendur læra að leita sér upplýsinga sem eru vísindalega viðurkenndar. Markmiðið er að koma með hugmynd að leið til að stöðva framgang sjúkdómsins eða finna lækningu við honum. Nemendur búa til kynningu á dönsku um niðurstöður sínar og tveir hópar fá að fara til Danmerkur með afraksturinn.