EFNA2AM05 - Efnafræði 1

Undanfari : RAUN1LE05 og STÆR1GR05
Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Áfanginn er fyrsti áfangi í efnafræði á náttúrufræðibraut. Í honum læra nemendur um hugtakið mól og avogadrosar töluna sem segja má að séu þeir þættir sem öll efnafræði byggir á. Þá læra nemendur einfalda útreikninga með hugtakinu mól. Farið verður í helstu efnahvörf eða oxunar- afoxunarhvörf, sýru-, basahvörf og fellingarhvörf og í tengslum við þau læra nemendur um oxunartölur, pH gildið, leysnireglur og mólhlutföll. Þá verður farið í sterk og veik efnatengi og VSEPR kerfið um þrívíða mynd sameinda kynnt. Nokkrar spennandi verklegar æfingar eru framkvæmdar í áfanganum.