EFNA2AM05 - Efnafræði 1

Undanfari : STÆR1GR05 (RAUN1LE05 er æskilegur undanfari)
Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Áfanginn er fyrsti áfangi í efnafræði á náttúrufræðibraut. (Í dagskólanum er RAUN1LE05 áfanginn undanfari fyrir EFNA2AM05 en sá áfangi er að hálfu kynning á grunnatriðum efnafræðinnar og að hálfu líffræði.
Í EFNA2AM05 í fjarnáminu er farið í þessi grunnatriði líka. Því geta nemendur af náttúrufræðibrautum annarra skóla tekið EFNA2AM05 án þess að hafa farið í RAUN1LE05).

Í EFNA2AM05 læra nemendur um grunnhugtök efnafræðinnar, hugtakið mól og avogadrosar töluna. Farið er í helstu efnahvörf þ.e. oxunar- afoxunarhvörf, sýru-, basahvörf og fellingarhvörf og í tengslum við þau lögð áhersla á oxunartölur, pH gildið og leysnireglur. Þá er farið í mólhlutföll í efnahvörfum ásamt sterkum og veikum efnatengjum. Einnig er VSEPR kerfið um þrívíða mynd sameinda kynnt. Tvær verklegar æfingar eru framkvæmdar í áfanganum en þær má framkvæma í eldhúsinu heima.

Kennslugögn:

Chemistry 2e frá Openstax College – ókeypis á netinu (einnig er íslenskt efni í boði á moodle fyrir þá sem það kjósa frekar)

Námsmat:

35% verkefni á önninni og 65% lokapróf eða 60% verkefni á önninni og 40% lokapróf.
Hlutfall námsmats milli verkefna og lokaprófs fer eftir því hvað hentar hverjum nemanda.
Lokaprófið er gagnapróf sem þýðir að hafa má með sér öll gögn í prófið.