EFNA3RS05 - Efnafræði 3, rafefnafræði og sýru-basa jafnvægi

Undanfari : EFNA2GE05
Í boði : Haust, Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum verður farið í oxunar-, afoxunarhvörf í tengslum við rafefnafræði. Oxarar og afoxarar verða skilgreindir og í kjölfarið verður farið í hálfhvörf, galvaníhlöður, staðalspennu, íspennu, fríorkubreytingu og spennuröð málma. Einnig verður farið í sýru,-basahvörf og í tengslum við þau verða rammar og daufar sýrur og basar skilgreindir. Þá verður sýrufastinn notaður til að meta styrk sýru og basa. Áhersla verður á útreikninga í tengslum við títrun misrammra sýru og basa. Að lokum verður farið í lotubundna eiginleika efna. Nokkrar spennandi verklegar æfingar eru framkvæmdar í áfanganum.

Kennslugögn: Chemistry 2e frá Openstax College – ókeypis á netinu

Námsmat: 40% lokapróf (gagnapróf) og 60% verkefnavinna