ENSK1GR05 - Enska 0, grunnáfangi

Undanfari : Enskueinkunn C á grunnskólaprófi.
Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði enskrar málfræði æfð. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur eiga að geta skrifað einfalda texta og hafa náð talsverðri færni í málfræðiatriðum, auk þess sem lesskilningur á að vera orðinn umtalsverður eftir áfangann. Einnig er ætlast til þess að nemendur geti tjáð sig um lesefni munnlega. Lögð er áhersla á rauntexta í áfanganum í kennslubók, auk þess sem nemendur fá mikla þjálfun í lestri skáldverka

Efnisatriði

Nemendur þurfa að vinna jafnt og þétt til þess að komast yfir efni áfangans, og þurfa því að skipuleggja nám sitt vel.

Kennslugögn

Eyes Open 2 - Ben Goldstein & Ceri Jones with Emma Heyderman

Kjörbækur

Turtles All the Way Down - John Green

Aristotle and Dante Discover the Secrets of the Universe - Benjamin Alire Saenz

Before the Coffee Gets Cold - Toshikazu Kawaguchi