ENSK3BM05 - Enskar bókmenntir

Undanfari : ENSK3RO05
Í boði : Vor
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Í þessum áfanga eru lesin mikilvæg verk úr enskri bókmenntasögu, þ.e. skáldsögur, leikrit og kvæði, með það fyrir augum að nemendur geti tekist á við lestur texta frá ólíkum tímabilum. Lesin eru m.a. verk eftir Shakespeare og fleiri höfuðskáld. Áfanginn er breytilegur frá ári til árs en alltaf er fjallað um enska málsögu, uppbyggingu og þróun málsins.