- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Framhaldsáfangi í fatasaum og hönnun. Farið verður dýpra í sníðavinnu, breytingar og hönnunarferli í undirstöðum fatasaums. Gerðar verða flóknari flíkur eins og kjólar, skyrtur og vesti ásamt fleiri útfærslum við vasa og rennilásísetninga. Áfanginn byggir ofan á aðferðafræði kennda í Fatasum I, en með ítarlegri úrvinnslu og undirbúningsvinnu frá hönnun til fullbúnar flíkur. Farið verður dýpra í efnisval og mikilvægi þess að velja rétt efni fyrir tilteknar flíkur. Saumavélar eru í skólanum en nemendur þurfa að kaupa efni og áhöld sjálf, nema fyrir prufur gerðar í tímum. Einnig eru overlock vélar til staðar ef þarf, en nemendum er frjálst að koma með eigin saumvélar ef vill.