- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Markmið
Að nemendur öðlist skilning á viðhorfum stjórnenda til reksturs fyrirtækja og geti fjallað um rekstur þeirra af nokkrum skilningi. Að loknum námstíma á nemandinn m.a. að getað
- Þekkt grundvallarhugtök hagfræðinnar sem fjalla um framleiðsluþætti, skort, val og fórn
- Skilgreint efnahagsheildir og helstu strauma efnahagslífsins
- Fjallað um helstu þætti í umhverfi fyrirtækja
- Geri greinarmun á hámarksmarkmiðum og viðunandi markmiðum
- Geti greint áhrif hagsmunaaðila á markmiðssetningu fyrirtækja
- Skilgreint rekstrarform fyrirtækja
- Þekkt helstu skipurit og verkaskiptingaraðferðir og dreifingu valds og ábyrgðar
- Þekkt helstu stjórnunarstíla
- Þekki helstu kostnaðarhugtök og aðferðir við útreikning framlegðar og rekstrarjafnvægis
- Þekki munin á beinum og óbeinum kostnaði
- Þekkt helstu hugtök markaðsfræðinnar
- Skýrt frá mikilvægi bókhalds í rekstri fyrirtækja
Efnisatriði
Grunnhugtök hagfræðinnar, efnahagsheildir, flokkun fyrirtækja, starfsgrundvöllur, rekstrarform fyrirtækja, stefnumótun, stjórnun, framleiðsla, bókhald, áætlanagerð, markaðsfræði, tekju- og kostnaðargreining, framboð og eftirspurn, skipurit, stjórnunarstílar, umhverfi fyrirtækja, beinn og óbeinn kostnaður, eigið verð afurðar (sjálfskostnaður), breytilegur kostnaður og fastur kostnaður, framlegð, afkoma, frávikagreining, rekstrarjafnvægi.
Kennslugögn:
Rekstrarhagfræði. Höfundur Helgi Gunnarsson. Útgefandi: Ugla , Ný útgáfa 2024. Ekki hægt að nota eldri útgáfur. Verkefnahefti með kennslubókinni er aðgengilegt á Moodle.
Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5
Lokapróf 60%
Moodlepróf og verkefni á önn 40%