HJVG1VG05 - Verkleg hjúkrun - inngangur

Undanfari : LÍOL2SSO5 og SJÚK2MS05 eða a.m.k 3 annir í framhaldsskóla
Í boði : Haust
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Verklegur áfangi sem felst í verklegum æfingum í stofu. Kennd er aðhlynning og umönnun skjólstæðinga í rúmi. Húðmat, hreinlæti, smitgát og umbúnaður við andlát. Mælingar lífsmarka og skráning, öndunaraðstoð, súrefnisgjöf, sýnatökur og frágangur sýna. 

Áfanginn er alltaf kenndur samhliða almennri hjúkrun HJÚK1AG05.

Bókalisti: verklegt hefti sem selt er hjá kennara í upphafi annar.