- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í áfanganum er lögð áhersla á tengsl tungumáls, bókmennta og þjóðfélags frá siðaskiptum fram að aldamótunum 1900. Bókmenntir tímabilsins eru skoðaðar og vakin athygli á hvernig þær lýsa þjóðfélagsaðstæðum og menningarlífi hverju sinni. Nemendur lesa valda texta og lögð er áhersla á höfunda sem setja svip sinn á bókmenntirnar. Nemendur kynnast hugmyndum manna á tímabilinu um íslenska tungu og viðleitni til málhreinsunar og þjálfast í að tjá sig í ræðu og riti um einstök verk og höfunda.
Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5
Krossapróf í bókmenntasögu, alls 15%
Miðannarpróf (lærdómsöld og upplýsing í Orminum langa: textar, höfundar og stefnur skv.
leslista á Moodle) 20%
Krossapróf úr Blóðberg 9 %
Ritgerð úr Blóðberg 11%
Lokapróf í annarlok ( Lesið er um rómantík og raunsæi í Orminum langa: textar, höfundar,
stefnur skv. leslista á Moodle auk þess er skáldsagan Blóðberg til prófs) 45%
Námsgögn:
Bragi Halldórsson, Knútur S. Hafsteinsson, Ólafur Oddsson. 2011.
Ormurinn langi. Leiftur úr íslenskum bókmenntum 900 - 1900. Bjartur, Reykjavík.
Kristinn Kristjánsson. 1996. Íslenskar bókmenntir frá 1550 – 1900. Iðnú, Reykjavík.
Lesbók -
Á haustönn: Þóra Karítas Árnadóttir. Blóðberg. 2020. JPV útgáfa, Reykjavík.
Á vorönn: Hannah Kent. 2014. Náðarstund. JPV, Reykjavík.