ÍSLE2GM05 - Íslenska 1 - málsaga og goðafræði

Undanfari : Íslenskueinkunn A eða B á grunnskólaprófi (eða ÍSLE1GR05)
Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum kynnast nemendur höfuðþáttum í norrænni goðafræði og kynnast sígildum goðsögnum í norrænni goðafræði. Nemendur fræðast einnig um uppruna íslensku og skyldleika mála í gegnum málsöguna ásamt því að kynnast Íslendingaþáttum og bókmenntaverkum.

 

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

Fjögur krossapróf í goðafræði 20%

Goðafræðiritgerð 10%

Gagnvirkt próf í málsögu 5%

Krossapróf í smásögum 5%

Skilaverkefni úr smásögum 5%

Útdráttur úr smásögu 5%

Verkefni um mannanöfn 5%

Lokapróf í goðafræði, málsögu og smásögum 45%

 

Námsgögn:

Námsgögn: Edda Snorra Sturlusonar. 2011. Gunnar Skarphéðinsson tók saman. Endurskoðuð útgáfa. Iðnú, Reykjavík.

Randafluga- úrval smásagna og ljóða. 2020. Guðlaug Guðmundsdóttir og Hildur Ýr Ísberg völdu efnið og skrifa formála. Forlagið, Reykjavík.

Ásdís Arnalds, Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir. 2007.Tungutak, Málsaga handa framhaldsskólum. JPV útgáfa, Reykjavík.

Ljósrit um mannanöfn og mállýskur á Moodle.