ÍSLE2MR05 - Íslenska - lestur og ritun

Undanfari : Íslenskueinkunn A eða B á grunnskólaprófi (eða ÍSLE1GR05)
Í boði : Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum kynnast nemendur lengri og styttri bókmenntatextum og þjálfast í ritun og verkefnavinnu tengdum þeim. Nemendur lesa fjölbreytta bókmenntatexta og kynnast helstu bókmenntahugtökum ásamt því að þjálfast í bæði greiningu texta og textasmíði.

Námsmat:

Ritgerð um valið efni, skrifleg verkefni, munnlegt verkefni, skáldsagan Eldarnir lesin og nemendur skrifa lestrardagbók og ritgerð úr bókinni. Lokapróf.

Námsgögn:

Gísli Skúlason. Hagnýt skrif. Bókin er aðgengileg sem vefbók. Nemendur kaupa sér áskrift á vefsíðunni https://vefbok.is/hagnyt-skrif/

Sigríður Hagalin Björnsdóttir. Eldarnir. 2020. Forlagið Reykjavík.