ÍSLE3GL05 - Glæpasögur

Undanfari : 5 einingar í íslensku á 3. þrepi
Í boði : Haust
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Í áfanganum eru lesnar íslenskar og erlendar glæpasögur. Fjallað er um sögu glæpasagnaritunar, stöðu glæpasögunnar innan bókmenntanna og glæpasöguformið skoðað. Nemendur lesa glæpasögur og horfa á þætti og kvikmyndir sem tengjast völdum sögum. Þá verður reynt að svara spurningunni „af hverju erum við svona heilluð af glæpum?“