ÍSLE3LG05 - Lestur góðra bóka

Undanfari : 5 einingar í íslensku á 3. þrepi
Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem vilja lesa sér til ánægju og þroska. Í áfanganum kynnast nemendur fjölbreyttu úrvali þekktra íslenskra bóka ásamt fjölbreyttu úrvali þýddra bóka. Markmið áfangans er að æfa nemendur í að gera skipulega munnlega grein fyrir efni bóka sem þeir velja sér af bókalista, tjá skoðanir og viðhorf auk greiningar á efni viðkomandi bókar.