ÍSLE3NB05 - Nútímabókmenntir

Undanfari : 10 einingar í íslensku á 2. þrepi.
Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Í áfanganum kynnast nemendur íslenskri bókmenntasögu 20. og 21. aldar í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags-og menningarmálum á Íslandi og erlendis. Nemendur kynnast helstu höfundum á þessum tíma, lesa verk eftir þá og þjálfast í að setja innihald verkanna í samhengi við samfélag þess tíma.