LESA1DY03 - Áfangi fyrir nýnema með dyslexiu

Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

LESA1DY03 er áfangi fyrir nýnema með dyslexiu. Í grófum dráttum eru markmið hans að:

  • auka skilning nemandans á dyslexiu, birtingarmynd hennar almennt og hjá viðkomandi nemanda
  • auka getu og hæfni nemanda í námsaðstæðum hvers konar.
  • greinir í hverju námsvandi nemandans beinist og aðstoðar hann við að takast á við vandann.
  • Nemendur taka könnun til að finna út námsstíl þeirra (learning styles), kynna sér skilvirkar leiðir til náms, læra minnistækni og fá leiðbeiningar við lestur námsbóka.
  • Nemendur fá líka upplýsingar um hvers kyns hjálparefni sem er í boði, hvort sem um er að ræða hljóðbækur, streymisveitur, leiðréttingaforrit eða síður og öpp sem eru gagnleg lesblindum.
  • Hluti áfangans snýst um þjálfun í lestri, lesskilningi og ritun.
  • Áfanginn er þriggja eininga áfangi án lokaprófs en 90% mætingarskylda er í tíma. Reynt er að skrá alla nýnema með dyslexiu í áfangann í upphafi náms.