LIME2MM05 - Maður og menning

Í boði : Vor
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Í áfanganum lögð áhersla á að auka vitund fyrir margvíslegum áhrifum menningar- og lista í nútíma samfélagi, til að mynda á atvinnu- og nýsköpun. Listasöfn, kvikmyndahús, hönnunarsýningar og ýmsir yfirstandandi menningarviðburðir eru sóttir og margvísleg verkefni unnin í kjölfarið, mismunandi miðlunarleiðir og tjáningarform skoðuð og ólík hughrif þeirra ígrunduð. Áhersluatriði áfangans miða að því að nemendur efli og dýpki þekkingu sýna á margvíslegum tilgangi og samverkandi þáttum lista- og menningar í nútímasamfélagi og öðlist á viðfanginu aukin skilning með tilliti til sögunnar. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda og ólíkar miðlunarleiðir viðhafðar í verkefnaskilum.