- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Þessi áfangi er hugsaður sem almenn kynning á lyfjafræði og getur m.a. gagnast þeim nemendum sem ætla í heilbrigðisgreinar í háskóla. Einnig hentar áfanginn þeim sem hafa áhuga á að læra almennt um lyf og lyfjafræði. Í áfanganum er farið í lyfjagjafir, lyfjaform og ýmsar skilgreiningar sem tengjast lyfjum. Farið er lauslega í lyfjalög, lyfjaávísanir, lyfjanöfn, sérlyfjaskrá, lyfjaverðskrá og ATC-flokkunarkerfi lyfja. Farið er í nokkra flokka lausasölulyfja, verkun þeirra og almennt í aukaverkanir, milliverkanir og verkunarmáta lyfja. Fjallað er lauslega um ýmsar stofnanir lyfjamála, s.s. heilbrigðisráðuneytið, Lyfjastofnun, SÍ og TR. Að lokum er farið í helstu atriði úr sögu lyfja- og læknisfræði.
Kennslugögn: Allt kennsluefni er inni í Moodle.
Námsmat: Skilaverkefni (30%) og lokapróf (70%).