LYFR2SF04 - Lyfjafræði fyrir heilbrigðisritara

Undanfari : RAUN1LE05
Í boði : Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um sérlyfjaskrá, ATC-flokkun lyfja, frásogsstaði lyfja, ýmsar skilgreiningar sem tengjast lyfjum, mismunandi lyfjaform og hlutverk þeirra. Farið er í umbúðir lyfja, geymslu þeirra og skömmtun. Farið er lauslega í lyfjalög og reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Einnig er fjallað um áhrif helstu lausasölulyfja og lögð áhersla á verkjalyf og meltingarfæralyf.

Kennslugögn: Allt kennsluefni, m.a. kennsluhefti, er inni í Moodle.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

Skilaverkefni (25%) og lokapróf (75%).