LYGE3LÚ05 - Bókleg lyfjagerð

Í boði : Haustönn 2025
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er gefin innsýn í fræðilegan grundvöll lyfjaframleiðslu. Tækjum lýst, farið í framleiðslu helstu lyfjaforma ásamt gæðakerfum og stöðlum. Nemendur eru æfðir í að reikna út meðal annars isotoni, fráruðningsstuðul, eðlisþyngd og styrkleika lyfjasamsetninga.

Kennslugögn: Allt námsefnið er inni í Moodle, m.a. kennsluhefti sem kennari hefur tekið saman.

Námsmat: Skilaverkefni 30% og lokapróf 70%.