LYHV2FD05 - Lyfhvarfafræði 1

Í boði : Vorönn 2025
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er farið yfir frásog, dreifingu, umbrot og útskilnað lyfja. Lyfjahvörf eru skilgreind ásamt almennum verkunarmáta, skömmtun, meðferðarfylgni, aukaverkunum og milliverkunum lyfja. Einnig er fjallað um sérstöðu ýmissa hópa við lyfjanotkun og hvað ber að varast.

Kennslugögn: Lyfjahvarfafræði 1, 7.útg. 2022 – eftir Bryndísi Þóru Bjarman.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

Skilaverkefni 25% og lokapróf 75%.