MYNL1MG05 - Myndlist - grunnáfangi

Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Í áfanganum læra nemendur tæknileg undirstöðuatriði í sjónlistum, s.s. módelteikningu, formfræði, lýsingu, litafræði, málun og grunnhugtök lista. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í teikningu, formskilningi, rýmisskynjun og skoðun umhverfisins. Nemendur læra að beita litum á markvissan hátt í tengslum við hugmyndavinnu og helstu tækniaðferðir. Áhersluatriði áfangans miða að því að örva skapandi hugsun nemenda, auka tæknilega þjálfun og skilning þeirra á efnum og aðferðum. Nemendur skipuleggja nám sitt ásamt því að ígrunda og þróa hugmyndir sínar í ferilbók.