RAUN1JE05 - Grunnur í jarðfræði og eðlisfræði

Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Áfanginn er tvískiptur þar sem farið er yfir grunnhugtök í jarðfræði og eðlisfræði. Í eðlisfræðihlutanum eiga nemendur að geta skilið og reiknað einföld dæmi sem tengjast meðal annars eðlismassa, hraða, hröðun og krafti. Í jarðfræðihlutanum er ferðast frá sólkerfinu okkar og inn að kjarna jarðar og helstu fyrirbæri þar á milli skoðuð betur.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

40% verkefni og 60% lokapróf

Námsgögn: Jarðargæði og hefti frá kennara