SAGA1MF05 - Saga 1, Íslands- og mannskynssaga til 1800 e.Kr.

Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Grunnáfangi í sögu.

Þessi áfangi er yfirlitssaga þar sem skoðaðir eru mikilvægir atburðir frá því að veiðimenn og safnarar hófu að stunda landbúnað 10.000 f.Kr. og fram að frönsku byltingunni 1789. Þar má nefna uppfinningu ritmáls, heimspeki, Rómaveldi, trúarbrögð, víkingaöld og fund Íslands, endurreisn og húmanisma.

Námsgögn: Fornir tímar. Spor mannsins frá Laetoli til Reykjavíkur 4.000.000 f.Kr til 1800 e.Kr.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

40% lokapróf og ýmiskonar verkefni og hlutapróf yfir önnina.