SAGA2TS05 - Trúarbragðasaga

Undanfari : SAGA2NS05
Í boði : Haust, Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Fjallað er um áhrifamestu trúarbrögð heims og goðsögur sem sameiginlegar eru í mismunandi trúarbrögðum. Markmiðið er tvíþætt: annars vegar að nemendur þekki sögu trúarbragða mannkyns og áhrif þeirra á samfélög dagsins í dag, hins vegar að nemendur geti rætt af þekkingu og fordómaleysi um trúarbrögð og málefni þeim tengd.

Kennslugögn: Trúarbragðavefurinn, glærur, lesefni og heimildarmyndir sem kennari setur inn á Moodle.

Námsmat: Krossapróf á Moodle, verkefni og lokapróf 60%.