SÁLF1SD05 - Sálfræði daglegs lífs

Í boði : Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum fræðast nemendur um ýmsa þætti sem hafa áhrif á andlega og líkamlega líðan, eins og svefn, streitu, tilfinningar, hugsunarstíl, samskipti og fleira. Nemendur kynnast ýmsum leiðum til að bæta geðheilsu með þessa þætti í huga. Þau verkfæri/bjargir sem nemendur kynnast í því sambandi eru til dæmis SMART markmiðssetning, núvitund, hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og hjálplegar samskiptaaðferðir.

Kennslugögn: Sálfræði daglegs lífs eftir Lilju Ósk Úlfarsdóttur og Valgerði Ólafsdóttur. Gefin út af Máli og menningu 2024.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

Moodle krossapróf, verkefni og lokapróf 50%