SÁLF2AA05 - Grunnáfangi í fræðilegri sálfræði

Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Í áfanganum fræðast nemendur í fyrsta lagi um nokkrar stefnur/kenningar sálfræðinnar í sögulegu samhengi. Nemendur kynnast einnig fjölbreytileika sálfræðinnar með því að kynnast hinum ýmsu undirgreinum og starfsgreinum innan sálfræðinnar. Í öðru lagi fræðast nemendur um hugtökin virka skilyrðingu og viðbragðsskilyrðingu í tengslum við það hvernig menn og dýr læra viðbrögð og hegðun. Í þriðja lagi er fjallað um hugrænar kenningar um nám og minni og í fjórða lagi um helstu rannsóknaraðferðir sálfræðinnar.