SÁLF2FÖ05 - Fötlun, öldrun og áföll

Undanfari : SÁLF2AA05 á stúdentsbrautum og SÁLF1SD05 á heilbrigðisritarabraut
Í boði : Vor
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Í áfanganum fræðast nemendur í fyrsta lagi um ýmsar tegundir fatlana, orsakir þeirra, einkenni og úrræði/meðferðir og fá innsýn í aðstæður fatlaðra á íslandi. Í öðru lagi fræðast nemendur um áhrif öldrunar á líkama, hugsun, tilfinningalíf o.s.frv. og fá innsýn í viðhorf og aðstæður aldraðra. Í þriðja lagi fræðast nemendur um áföll, um mismunandi tegundir álagsvalda sem geta valdið áföllum, áhættuþætti og kynnast skilgreiningum á hugtökunum áfallastreita og áfallastreituröskun (PTSD).