SÁLF2JS05 - Jákvæð sálfræði

Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um aðferðir jákvæðrar sálfræði, núvitund, hamingju og hvernig þessir þættir efla heilsuna. Nemendur kynnast jákvæðri sálfræði sem fræðigrein og hvernig þeir geta nýtt aðferðir hennar og bjargráð í daglegu lífi. Farið er í uppruna jákvæðrar sálfræði, helstu hugtök og viðfangsefnum hennar sem eru m.a. lífsánægja, styrkleikar, hamingja, jákvæðar tilfinningar, bjartsýni, tilgangur, þakklæti, vaxtar hugarfar og fleira. Nemendur taka virkan þátt í æfingum og verkefnum í þeim tilgangi að bæta m.a. líðan og velferð þeirra.