SÁLF3AB05 - Geðsálfræði

Undanfari : SÁLF2AA05
Í boði : Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem vilja læra um mismunandi geðraskanir og þætti, eins og streitu, sem geta ýtt undir eða dregið úr einkennum mismunandi raskana ásamt því að fræðast um mögulegar meðferðir. Fjallað verður m.a. um geðraskanir á borð við þunglyndi, kvíða, geðhvarfasýki, geðklofa o.fl.

Bókalisti / námsgögn:

Teknir eru fyrir þrír leskaflar úr bókinni: Atkinson & Hilgard‘s Introduction to psychology (2014) eftir Susan Nolen-Hoeksema o.fl.

Ítarefni sem má finna á heimasvæði áfangans

Námsmat:

Hlutapróf (3x) = 8% hvert

Skilaverkefni = 16%

Lokapróf = 60%