SJÚK2GH05 - Sjúkdómafræði 2

Undanfari : SJÚK2MS05 (má taka samhliða)
Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Fjallað er um sjúkdóma sem tengjast innkirtlakerfi, hjarta- og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi. Áhættuþættir, einkenni, orsakir, afleiðingar og meðferðamöguleikar algengra sjúkdóma í þessum líkamskerfum eru teknir til umfjöllunar. Skoðuð eru tengsl umhverfis, erfða og áhættuþátta við sjúkdómsþróun eftir því sem tilefni gefst.

Bókalisti:

Kennari veitir rafrænan aðgang að eldri útgáfu af The Nature Of Disease: Pathology For The Health Professions.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

8 x hlutapróf 50%. Lokapróf 50%.