SKJA1SV02 - Skjalastjórnun

Í boði : Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um kerfisbundna stjórn á skjölum frá því þau verða til þar til þeim er eytt eða komið fyrir í varanlegri geymslu. Kynntar eru aðferðir og markmið skjalastjórnar, sem og lög, reglugerðir og reglur um upplýsingar, skjöl og skjalasöfn. Ítarlega er fjallað um mismunandi skjalavistunarkerfi, kosti þeirra og galla. Enn fremur er fjallað um öryggismál, húsnæði og búnað skjalasafna og eyðublaðastjórn.

Kennsluefni: Leshefti um skjalastjórn og skjalaflokkunarkerfi (málalykill) sem nemendur geta nálgast í Moodle.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5
Lokapróf 80%
Skilaverkefni 10%
Gagnvirk æfing 10%