SPÆN1AF05 - Spænska 2

Undanfari : SPÆN1AG05
Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu spænskumælandi landa. Ný málfræðiatriði og orðaforði eru þjálfuð. Nemendur læra að tjá sig um daglegt líf, tómstundir og áhugamál, líkamann og heilsu.

KENNSLUGÖGN

¡Hola! ¿Qué tal? 2 (Bókin er eingöngu seld hjá kennara í fyrstu kennsluviku annarinnar.)

Góð orðabók.

Ítarefni frá kennara, hlustunarefni og gagnvirkar æfingar verða aðgengilegar í Moodle.

NÁMSMAT

Próf og verkefni á önn 35%. Lokapróf 65%.