SPÆN1AG05 - Spænska 1

Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á grundvallaratriði í málnotkun spænskrar tungu og menningu spænskumælandi þjóða. Einnig eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig um almenn atriði daglegs lífs í ræðu og riti. Nemendur eru þjálfaðir í réttritun, framburði og lesskilningi. Mikil áhersla er lögð á hlustun og munnlega tjáningu.

KENNSLUGÖGN

¡Hola! ¿Qué tal? 1 (Bókin er eingöngu seld hjá kennara í fyrstu kennsluviku annarinnar.)

Góð orðabók.

Ítarefni frá kennara, hlustunarefni og gagnvirkar æfingar verða aðgengilegar í Moodle.

NÁMSMAT: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

Próf og verkefni á önn 35%. Lokapróf 65%.