STÆR3RH05 - Heildun, deildajöfnur, runur og raðir

Undanfari : STÆR3FD05
Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Fjórði stærðfræðiáfangi á Náttúrufræðibraut.

Efnisatriði: Stofnföll, óákveðið heildi og heildisprófið. Aðferðir við að reikna út heildi. Undirstöðusetning deilda- og heildareiknings, ákveðið heildi. Hagnýting heildareiknings. Deildajöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir. Þrepasönnun.

Kennslugögn: Stærðfræði 3000 (503). Heildun, deildajöfnur, runur og raðir. Höfundar : Lars-Eric Björk og Hans Brolin.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4,5
Einkunnir fyrir gagnvirkar æfingar eru ekki reiknaðar inn í lokaeinkunn nema nemandinn hafi staðist lokapróf og gilda þá einungis til hækkunar á lokaeinkunn. Gagnvirkar æfingar gilda þá 30% og lokaprófið 70%
Að öðrum kosti gildir lokaprófið 100%