STÆR3TL05 - Framhaldsáfangi í tölfræði

Undanfari : 5 einingar í stærðfræði á 2. þrepi
Í boði : Haust
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Framhaldsáfangi í tölfræði (á eftir stær2HS05 eða sambærilegum). Skylduáfangi á Íþrótta og heilbrigðisbraut. Mikilvægur undirbúningur fyrir framhaldsnám í félagsvísindum.

Undirstöðuatriði líkindareiknings, tvíliðaformúlan, fylgni, Z – stig, normaldreifing, úrtak, úrtaksdreifing, öryggisstig, öryggisbil, og marktæknimörk (α). Tilgátuprófanir, Z- próf og t-próf (reiknað og í Excel /Data Analysis). Einhliða og tvíhliða próf, marktækni og túlkun á niðurstöðum.