STHE1HÞ05 - Starfsumhverfi heilbrigðisstofnana

Í boði : Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um skipulag heilbrigðisþjónustunnar, þjónustuþætti og þjónustustig. Löggiltar heilbrigðisstéttir og hlutverk þeirra rædd, ásamt lögum um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga. Eins er fjallað um eftirlit og stefnumörkun innan heilbrigðisþjónustunnar.

Kennslugögn: Greinar, lesefni og ítarefni frá kennara og kaflar 1 til 4 í bókinni Samfélagshjúkrun eftir Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur. (2021). Reykjavík: IÐNÚ útgáfa.

Námsmat: Þrjú verkefni sem hvert gildir 20%, eitt verkefni sem gildir 15% og lokaverkefni sem gildir 25%.