STJR3IS05 - Stjórnun

Í boði : Vor
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Nemandi geti gert grein fyrir þróun stjórnunar sem fræðigreinar - geti útskýrt mikilvægi stjórnunar fyrir einstakling, fyrirtæki og samfélag - þekki helstu stjórnunarkenningar og stjórnunarstíla - þekki helstu hlutverk stjórnandans - þekki helstu hvatningarkenningar - þekki til grunnatriða mannauðsstjórnunar - þekki ráðningarferli - geti gert starfsferilsskrá - þekki helstu atriði varðandi árangursríka fundarstjórn - þekki helstu tegundir skipurita - geti túlkað skipurit og lýst mikilvægi skýrra boðleiða í fyrirtæki - geti lýst kostum og göllum hópvinnu og lýst forsendum árangursríks hópstarfs - geti undirbúið viðtal og stjórnað samskiptum meðan á viðtali stendur - þekki helstu aðferðir sem notaðar eru til þess að leggja mat á árangur.