TAMS3TT05 - Tann- og munnsjúkdómafræði 1, tannáta, tannhaldssjúkdómar

Undanfari : HBFR1HH05 og NÆRI2NN05. Áfanginn er tekin samhliða SKRÁ2TT05
Í boði : Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er farið yfir hlutverk, uppbyggingu og heiti tanna. Nemendur fræðast um orsök og afleiðingu sjúkdóma í munni ásamt ýmsum forvarnarleiðum hvað munn- og tannheilsu varðar. Hefurðu hitt Karíus og Baktus ?

Kennslugögn: Bækur sem gefnar eru út af Erhvervsskolernes Forlag og heita Tandklinikassistent, Hoverdforløb, Grundforløb o.fl., þær fást í gegnum netið á slóðinni www.ef.dk þess ber að geta að þessar bækur eru einnig notaðar í verknámi. Þetta eru mjög góðar og mikilvægar bækur sem nýtast í öllu námi á tanntæknabraut. Efni frá kennara og ítarefni af veraldarvefnum. Námsefni frá kennara er aðgengilegt í námsumhverfi áfangans á INNU.

Námsmat: lotupróf, verkefni og ritgerð 35%. Lokapróf 65%, þarf að ljúka því með lágmarki 5 í einkunn.