TÖHÖ2ÚT05 - Leikjahönnun - framhaldsáfangi

Undanfari : TÖHÖ2LH05
Í boði : Vor
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Markmið áfangans er að gera nemendum tækifæri á að skapa, þróa og útfæra leikjahugmynd sem spilanlegan leik eða borðspil. Í áfanganum vinna nemendur saman í hópum; útbúa tímaáætlun, nota netið til að afla sér upplýsinga, sjá um skipulag og vinna saman að því að smíða tölvuleik eða að hanna borðspil. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og sem hluti af teymi undir leiðsögn kennara. Í lok annar kynna nemendur afraksturinn og vinna í kjölfarið að markaðssetningu afurðar.