TÖLE2SE05 - Tölvuleikir og leikjatölvur: Saga, þróun og fræði

Í boði : Haust
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Tölvuleikir eru skoðaðir í víðu samhengi. Farið er yfir sögu tölvuleikja allt frá upphafi til dagsins í dag þar sem PONG, Pac-Man, Tetris, Mario Bros, EVE Online, The Sims, Minecraft, Fortnite og fleiri leikir eru kynntir til sögunnar og valdir leikir spilaðir. Auk þess er fjallað um leikjaiðnaðinn, menningarlegt gildi tölvuleikja, áhrif tölvuleikja og tölvuleikjafræði. Möguleikar sýndarveruleika, gagnaukins veruleika og gervigreindar eru til umræðu.

Áfanginn er símatsáfangi án lokaprófs og því mikilvægt að nemendur mæti vel í tíma og skili inn verkefnum. Nemendur vinna lokaverkefni í lok annar þar sem þeir fá svigrúm til að vinna í verkefni sem byggir á þeirra áhugasviði.