TÓNS1TS03 - Tónsmiðja 1

Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Markmiðið er að nemendur fái þjálfun í að spila/syngja saman í hljómsveit, bæði í litlum einingum og stærri. Lögð er áhersla á samleik á fjölbreyttu sviði rytmískrar tónlistar og unnið út frá getu og áhugasviði nemendahópsins.

Námsfyrirkomulag

Í námskeiðinu verður farið í gegnum tónlistarsöguna frá því að rafmagnsgítarinn kom fram á sjónarsviðið og til dagsins í dag. Nemendur fá tækifæri til að vinna að mjög fjölbreyttri tónlist og auka þekkingu sína og hæfni. Haldnir verða hádegistónleikar í skólanum á miðri önn auk stærri tónleika í lok áfanga.