- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í umhverfisfræði er fjallað um umhverfismál á breiðum grunni með það að markmiði að nemendur verði meðvitaðri um umhverfismál og náttúruna. Nemendur læra ýmis hugtök tengd umhverfisfræði og kynnast þeim umhverfisvandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Lögð verður áhersla á að nemendur geti túlkað gögn sem tengjast umhverfismálum á gagnrýninn hátt og tekið virkan þátt í umræðum um umhverfismál.
Áfanganum er skipt í lotur og verður nemandi að taka þær allar til að ljúka áfanganum.
Kennslugögn: Upplýsingar hjá kennara í upphafi annar.
Námsmat: Lokapróf 45%. Verkefni og próf á önn 55%