UPPL1AM05 - Upplýsingatækni AM-nemendur

Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Áfangi í upplýsingatækni fyrir nemendur með litla kunnáttu í íslensku. Kennt er á íslensku en leitast við að útskýra hugtök á einföldu máli eftir því sem hægt er. Farið er yfir markvissa notkun á hugbúnaði sem tengist almennri tölvunotkun s.s. töflureiknum, ritvinnslu- og kynningarforritum. Áhersla er lögð á að efni áfangans nýtist nemendum við framsetningu efnis í námi og starfi.