UPPL1GT05 - Grunnáfangi í tölvunotkun

Í boði : Haust, Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í þessum grunnáfanga í tölvunotkun er farið yfir markvissa notkun á hugbúnaði sem tengist almennri tölvunotkun s.s. töflureiknum, ritvinnslu-, kynningar- og myndvinnsluforritum, hugarkortum o.fl. Áhersla er lögð á að efni áfangans nýtist nemendum við framsetningu efnis í námi og starfi.

Efnisatriði: Grunnatriði í Word ritvinnslu. Grunnatriði í Excel töflureikni. Samþætting gagna milli Word og Excel. Grunnatriði í PowerPoint kynningar/glærur. Samþætting á Word, Excel og PowerPoint - skil í skýi.

Kennslugögn: Kennslubókin í áfanganum heitir: Office 365/2022 - Kennslubók með verkefnum fyrir byrjendur - Jóhanna Geirsdóttir. Önnur kennslugögn eru aðgengileg í Moodle.

Námsmat: Verkefnaeinkunn 50%. Lokapróf 50%. Á lokaprófi þarf að ná lágmarkseinkunn 4,5 til þess að standast áfangann.