VEFL3VT05 - Vefjalosunaraðferðir

Undanfari : Klassískt nudd og inngangur að heilsunuddi
Í boði : Vor
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Verklegur áfangi á heilsunuddbraut.

Vefjalosun snýst um lengingu eða mýkingu vöðva sem eru stuttir eða stífir.

Kennd er tækni sem gerir meðferðaraðilum kleift að vinna á áhrifaríkan hátt á djúpum vöðvalögum og fasíusvæðinu milli vöðvalaga.

Beitt er m.a. triggerpunktum, djúpvefjanuddi og vefjalosunarvinnu (myofacial).