VINS2NS25 - Vinnustaðanám fyrir sótthreinsitækna

Undanfari : Bóklegar greinar brautar
Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Verklegur áfangi þar sem lögð er áhersla á að nemendur kynnist flestum þáttum sem unnið er með á dauðhreinsunardeild. Áhersla er lögð á móttöku, þvott, eftirlit, dauðhreinsun, pökkun, smurningu, afgreiðslu og eftirlit. Mikil áhersla er á smitgát, gæða- og öryggiseftirlit ásamt skráningu á ferli og förgun.

Í boði: eftir þörfum nemenda og í samvinnu við skóla og vinnustað.